Börn hjálpa börnum
Börn hjálpa börnum er söfnun sem fer fram ár hvert í samstarfi við grunnskóla landsins þar sem skólabörn ganga í hús með söfnunarbauka til styrktar brýnustu verkefnum hvers tíma.
Söfnunarbaukar í verslunum
Finna má söfnunarbauka frá ABC barnahjálp í fjölmörgum verslunum víðsvegar um landið. Þessi tekjulind er mjög mikilvæg fyrir starf ABC.
ABC dagurinn á Lindinni
ABC dagurinn á Lindinni er árlegur söfnunardagur ABC sem fram fer á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni. Ýmsir gestir frá ABC koma í heimsókn í hljóðver og safna fyrir ýmsum brýnum verkefnum.
Jólagjafasjóðurinn
Fyrir jólin hvert ár bjóðum við stuðningsaðilum okkar að greiða í jólagjafasjóð og sendum valgreiðsluseðil í heimabanka þeirra. Jólagjafasjóðurinn er notaður til að gera börnunum í skólum ABC barnahjálpar dagamun í tilefni jólanna. Það fer eftir því hversu mikið safnast hvað hægt er að gera fyrir peninginn. Í öllum skólum eru haldin „litlu jól“ þar sem börnin fá smágjafir og góðgæti.
Reikningsnúmer og kennitala jólagjafasjóðsins er:
0537-26-6906
690688-1589
Símasöfnun
Árlega er hringt í einstaklinga og þeim boðið að styrkja starfið okkar með eingreiðslu, þá er sendur reikningur í heimabanka viðkomandi með fyrirfram ákveðinni upphæð. Frá apríl til júní 2022 er Símstöðin/Heimastöðin að hringja út fyrir okkur og eru þeir að bjóða einstaklingum uppá að styrkja starfið okkar um 4.900 kr. Símanúmerin sem þeir hringja úr má finna á heimasíðu þeirra www.simstodin.is.
6.000 kr.
6.000 kr.
1.200 kr.
10.000 kr.
3.000 kr.
1.500 kr.
Þú getur styrkt barn með mánaðarlegum greiðslum.
Höfundaréttur 2024 – ABC barnarhjálp
Höfundaréttur 2024 – ABC barnarhjálp