Hér að neða er nýjasta útgáfan af siðareglum ABC barnahjálpar.
Siðareglur þessar eru samþykktar af stjórn ABC barnahjálpar í þeim tilgangi að hvetja og aðstoða starfsfólk og sjálfboðaliða ABC við að sinna störfum sínum á vandaðan og árangursríkan hátt. Framkvæmdastjóri ABC er ábyrgur fyrir því að siðareglurnar séu sýnilegar á vinnustað og séu kynntar nýjum starfsmönnum og sjálfboðaliðum.
ABC barnahjálp er byggð á kristnum gildum með kærleiksboðorðin í huga að okkur beri að elska náungann eins og okkur sjálf og bera hvers annars byrðar þannig að við sýnum í verki að Guð er faðir föðurlausra og að hann réttir þeim hjálparhönd sem eru þurfandi og þjáðir.
Viðbrögð við brotum á siðareglum ABC
Ef vafamál koma upp er varða siðareglur þessar skal vísa málinu til stjórnar ABC.
Ef starfsmaður verður þess áskynja að reglurnar hafi verið brotnar skal hann gera viðvart um það með því að beina erindi til framkvæmdastjóra ABC eða að öðrum kosti til stjórnar ABC. Rökstudd ásökun um brot á siðareglum má aldrei bitna á þeim sem færir hana fram ef hún er gerð í góðri trú.
Samþykkt af stjórn ABC barnahjálpar þann 20.10.2020
6.000 kr.
6.000 kr.
1.200 kr.
10.000 kr.
3.000 kr.
1.500 kr.
Þú getur styrkt barn með mánaðarlegum greiðslum.
Höfundaréttur 2024 – ABC barnarhjálp
Höfundaréttur 2024 – ABC barnarhjálp