fbpx

Fréttir af starfinu

ABC dagurinn á Lindinni

Í dag er ABC dagurinn á Lindin útvarpsstöð. Þar munu starfsmenn ABC barnahjálpar og Lindarinnar taka á móti frábærum gestum milli klukkan 8 og 18. Hægt er að hlusta á Lindina í útvarstækjum á FM 102,9 og á netinu á www.lindin.is.

Lesa meira...

Áfram í átt að sjálfbærni

Fyrir skömmu lauk verkefni á vegum ABC í Kasangati og Kitetika í Úganda. Verkefnið laut að því að efla og hvetja mæður og ungar konur til að mennta sig og skapa verðmæti með höndunum, bæði til að auka tekjur fjölskyldunnar og styðja börnin í skólagöngunni. Markmiðin voru nokkur og ber

Lesa meira...

Bylting að fá gleraugu!

Forsenda þess að geta lesið er að hafa góða sjón. Þess vegna eru öll börnin sjónprófuð í skólunum okkar á Filippseyjum sem ABC rekur í samstarfi við Children´s Mission. Þann 19. júlí sl. nutum við aðstoðar sjónglerafræðingsins Teresitu Rigo Angeles sem mældi sjón barnanna. Það var algjör bylting fyrir mörg

Lesa meira...

Blómlegt skólastarf í Bangladess

Á hverju ári fjölgar börnunum á Heimili friðar í Bangladess. Þar rekur ABC skóla og heimavist í samstarfi við Agape Social Concern og hér má lesa um hvernig hefur gengið þar á fyrrihluta þessa árs. Fjölgun barnanna er sannkallað gleðiefni um leið og það er viss áskorun fyrir starfsfólk Heimilis

Lesa meira...

33.000 barnahjónabönd á dag

Eins og staðan er í dag er ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum í hjónabandi í Vestur- og Mið-Afríku. Árlega ganga tólf milljónir stúlkna yngri en 18 ára í hjónaband. Það eru tæplega 33.000 stúlkur á dag eða um 23 stúlkur á hverri mínútu alla daga ársins. Standi tíðni barnahjónabanda í

Lesa meira...

Bingó og málverkauppboð til styrktar ABC barnahjálp

Fimm manna nefnd í Fríkirkjunni Vegurinn tók sig til um páskana og hélt bingó og málverkauppboð til styrktar ABC barnahjálp. Sjö listamenn gáfu málverk á uppboðið og fjöldi fyrirtækja gaf vinninga í bingóið. Var húsfyllir á bingókvöldinu í húsakynnum Vegarins í Kópavogi. Ágóði af vöfflu- og kaffisölu Vegarins rann líka

Lesa meira...

Þú getur styrkt barn með mánaðarlegum greiðslum.