fbpx

Gámur til Búrkína Fasó

Í lok janúar munum við senda gám til ABC skólans í Búrkína Fasó, sem er eitt af fátækustu ríkjum heims. Í skólanum eru tæplega 1.300 börn frá leikskóla upp í háskóla. Eina tækifærið fyrir þessi börn að stunda nám er að góðhjartað fólk greiði fyrir námið þeirra eins og stuðningsaðilar ABC barnahjálpar gera. Við erum […]

Áttu eitthvað fyrir ABC skólann í Búrkína Fasó?

ABC Barnahjálp á Íslandi stofnaði skóla í Búrkína Fasó árið 2008, en hjónin Haraldur Pálsson og Jóhanna Sólrún Norðfjörð á Akureyri eru framkvæmdastjórar skólans og hafa sinnt hjálparstarfi þar um árabil, ásamt vinum og fjölskyldu. Adam Ásgeir Óskarsson bættist í hópinn fyrir tveimur árum og hefur unnið með þeim að því að bæta aðstæður í […]

Jólahappdrætti – vannst þú?

Í dag, 30. desember mætti Hjalti Skaale Glúmsson framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar ásamt Óskari Steinari Jónssyni verslunarstjóra Nytjamarkaðanna til sýslumanns og drógu í jólahappdrættinu okkar. Við erum afskaplega þakklát og glöð fyrir þann stuðning sem þið sýnið okkur með því að taka þátt og var metþáttaka í ár. Hér má sjá vinningaskrá listaða í miðaröð. Innilega […]

Gleðileg jól

Við hjá ABC barnahjálp viljum óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og friðar á nýju ári. Með dyggum og ómetanlegum stuðningi frá stuðningsaðilum okkar hefur ABC verið gert kleift að starfa ár eftir ár og staðið trúföst að baki þúsundum barna og gefið þeim tækifæri til að mennta sig. Við þökkum samfylgdina og stuðninginn á liðnu ári […]

BERNSKA – ABC barnahjálp X Esther Ýr

Það gleður okkur að kynna skemmtilegt verkefni sem við höfum verið að vinna að síðastliðnar vikur. Í samstarfi við Esther Ýr Óskarsdóttur, ungan og upprennandi listamann, höfum við sett á sölu þetta fallega eftirprent af listaverkinu Bernska. Eftirprentið verður til sölu yfir jólatímann og allur ágóði af sölu þess rennur beint til ABC barnahjálpar. Hagnaðurinn […]

Gjöf frá Vopnafirði til stúlkna í Búrkína Fasó

Það er ánægjulegt að segja frá því að ABC skólanum í Búrkína Fasó barst peningagjöf frá hópi kvenna á Vopnafirði. Ákveðið var að nýta upphæðina til að fræða og styrkja stúlkur á aldrinum 11-14 ára, sem að þessu sinni eru 270 talsins. Jóhanna Sólrún Norðfjörð, sem er nýlega komin heim frá Búrkína Fasó, ásamt Kadi […]

Jólagjafasjóður ABC barnahjálpar

Kæru stuðningsaðilar, Við hjá ABC barnahjálp viljum þakka ykkur ómetanlegan stuðning við starf ABC barnahjálpar í Afríku og Asíu. Með ykkar hjálp og annarra velunnara styður ABC þúsundir barna til náms. Nemendur fara bráðlega í jólafrí og fá þá stuðningsaðilar kort frá þeim. Við viljum benda á að velkomið er að senda börnunum jólakort og […]

Skák í Búrkína Fasó

Skákkennsla byrjaði í ABC skólanum í Búrkína Fasó síðastliðið haust og hefur góður hópur nemenda sýnt skákinni mikinn áhuga. Við útbjuggum sýningartafl og einfalda taflmenn sem kennarinn notar í kennslunni. Þúsundþjalasmiðurinn okkar, Adam Ásgeir Óskarsson, útbjó í framhaldinu gæða taflmenn fyrir sýningarborðið og fékk góða aðstoð frá öflugum fjölskyldumeðlimum. Skáksamband Íslands gaf skólanum 7 taflsett […]

Takk HSÍ! Áfram Ísland!

Handknattleikssamband Íslands gaf ABC barnahjálp handboltafatnað sem nemendur í ABC skólanum í Búrkína Fasó fengu nú í byrjun árs. Þau senda strákunum okkar baráttukveðjur fyrir stóra leikinn í dag. Við kunnum HSÍ bestu þakkir fyrir að gefa börnunum þennan frábæra fatnað. Áfram Ísland!

Jólakortin á leið til stuðningsaðila

Nú eru jólakort frá börnunum farin í póst til stuðningsaðila. Í ár eins og áður fer mikill undirbúningur í að senda og voru starfsmenn og sjálfboðaliðar í jólaskapi við þann undirbúning. En í ár var pökkunin með öðruvísi sniði en áður þar sem starfsfólk Össurar kom til okkar að hjálpa. Össur heldur úti starfsemi sem […]