Börn hjálpa börnum
Árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst að þessu sinni í Lundarskóla á Akureyri mánudaginn 18. febrúar og stendur söfnunin yfir næstu vikurnar. Þetta er í 22. skipti sem söfnunin fer fram en hún gengur þannig fyrir sig að börn í hinum ýmsu grunnskólum landsins ganga í hús í sínu skólahverfi, tvö til fjögur […]
Börn hjálpa börnum – stórkostlegur árangur
Árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hefst í næsta mánuði. Þetta verður í 22. skipti sem söfnunin fer fram en átakið gengur þannig fyrir sig að börn í hinum ýmsu grunnskólum landsins ganga í hús í sínu skólahverfi, tvö til fjögur börn saman, og safna peningum í merkta ABC bauka. Alla jafna eru það nemendur […]
Blómstraði á saumastofunni
Millogo Juliette byrjaði í ABC skólanum í borginni Bobo Dioulasso í Búrkína Fasó árið 2009, þá átta ára gömul. Hún kemur frá fátæku heimili eins og öll börnin í ABC skólanum. Húsnæði fjölskyldunnar var kofi úr leirsteinum með bárujárnsþaki. Börnin voru fimm og hún eina stelpan. Juliette gekk ekki sérlega vel í bóklega náminu og […]
ABC dagurinn á Lindinni
Í dag er ABC dagurinn á Lindin útvarpsstöð. Þar munu starfsmenn ABC barnahjálpar og Lindarinnar taka á móti frábærum gestum milli klukkan 8 og 18. Hægt er að hlusta á Lindina í útvarstækjum á FM 102,9 og á netinu á www.lindin.is.
Áfram í átt að sjálfbærni
Fyrir skömmu lauk verkefni á vegum ABC í Kasangati og Kitetika í Úganda. Verkefnið laut að því að efla og hvetja mæður og ungar konur til að mennta sig og skapa verðmæti með höndunum, bæði til að auka tekjur fjölskyldunnar og styðja börnin í skólagöngunni. Markmiðin voru nokkur og ber þar helst að nefna að […]
Að verða maður með mönnum
Ég heiti Muguzi Henry og fæddist 2 mánuðum fyrir tímann. Faðir minn dó fyrir fæðingu mína og móðir mín ekki löngu eftir. Ættingjar mínir skeyttu engu um mig og sögðu mér ávallt hversu verðlaus ég væri sem munaðarleysingi. Amma mín sá um mig þangað til hún féll frá, og eftir það þá hjálpaði ættingi minn […]
Bylting að fá gleraugu!
Forsenda þess að geta lesið er að hafa góða sjón. Þess vegna eru öll börnin sjónprófuð í skólunum okkar á Filippseyjum sem ABC rekur í samstarfi við Children´s Mission. Þann 19. júlí sl. nutum við aðstoðar sjónglerafræðingsins Teresitu Rigo Angeles sem mældi sjón barnanna. Það var algjör bylting fyrir mörg barnanna að fá gleraugu og […]
Blómlegt skólastarf í Bangladess
Á hverju ári fjölgar börnunum á Heimili friðar í Bangladess. Þar rekur ABC skóla og heimavist í samstarfi við Agape Social Concern og hér má lesa um hvernig hefur gengið þar á fyrrihluta þessa árs. Fjölgun barnanna er sannkallað gleðiefni um leið og það er viss áskorun fyrir starfsfólk Heimilis friðar. Það er gleðiefni því […]
33.000 barnahjónabönd á dag
Eins og staðan er í dag er ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum í hjónabandi í Vestur- og Mið-Afríku. Árlega ganga tólf milljónir stúlkna yngri en 18 ára í hjónaband. Það eru tæplega 33.000 stúlkur á dag eða um 23 stúlkur á hverri mínútu alla daga ársins. Standi tíðni barnahjónabanda í stað munu rúmlega 150 milljónir […]
Bingó og málverkauppboð til styrktar ABC barnahjálp
Fimm manna nefnd í Fríkirkjunni Vegurinn tók sig til um páskana og hélt bingó og málverkauppboð til styrktar ABC barnahjálp. Sjö listamenn gáfu málverk á uppboðið og fjöldi fyrirtækja gaf vinninga í bingóið. Var húsfyllir á bingókvöldinu í húsakynnum Vegarins í Kópavogi. Ágóði af vöfflu- og kaffisölu Vegarins rann líka beint til starfsins og gaf […]