Menntun er lykillinn að auknum lífsgæðum og því að rjúfa vítahring fátæktar. Til að geta gengið í skóla er fatnaður nauðsynlegur sem og námsgögn.
Í löndunum sem ABC barnahjálp starfar eru skólar oft illa útbúnir og peningar til kaupa á skólabúningum af skornum skammti. Með gjöfinni bæði styður þú við starf okkar í skólunum og gefur börnum gjöf sem breytir lífi þeirra.