Skák í Búrkína Fasó

Skákkennsla byrjaði í ABC skólanum í Búrkína Fasó síðastliðið haust og hefur góður hópur nemenda sýnt skákinni mikinn áhuga. Við útbjuggum sýningartafl og einfalda taflmenn sem kennarinn notar í kennslunni. Þúsundþjalasmiðurinn okkar, Adam Ásgeir Óskarsson, útbjó í framhaldinu gæða taflmenn fyrir sýningarborðið og fékk góða aðstoð frá öflugum fjölskyldumeðlimum. Skáksamband Íslands gaf skólanum 7 taflsett […]