Jólahappdrætti – vannst þú?
Í dag, 30. desember mætti Hjalti Skaale Glúmsson framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar ásamt Óskari Steinari Jónssyni verslunarstjóra Nytjamarkaðanna til sýslumanns og drógu í jólahappdrættinu okkar. Við erum afskaplega þakklát og glöð fyrir þann stuðning sem þið sýnið okkur með því að taka þátt og var metþáttaka í ár. Hér má sjá vinningaskrá listaða í miðaröð. Innilega […]
Gleðileg jól
Við hjá ABC barnahjálp viljum óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og friðar á nýju ári. Með dyggum og ómetanlegum stuðningi frá stuðningsaðilum okkar hefur ABC verið gert kleift að starfa ár eftir ár og staðið trúföst að baki þúsundum barna og gefið þeim tækifæri til að mennta sig. Við þökkum samfylgdina og stuðninginn á liðnu ári […]
BERNSKA – ABC barnahjálp X Esther Ýr
Það gleður okkur að kynna skemmtilegt verkefni sem við höfum verið að vinna að síðastliðnar vikur. Í samstarfi við Esther Ýr Óskarsdóttur, ungan og upprennandi listamann, höfum við sett á sölu þetta fallega eftirprent af listaverkinu Bernska. Eftirprentið verður til sölu yfir jólatímann og allur ágóði af sölu þess rennur beint til ABC barnahjálpar. Hagnaðurinn […]
Jólagjafasjóður ABC barnahjálpar
Kæru stuðningsaðilar, Við hjá ABC barnahjálp viljum þakka ykkur ómetanlegan stuðning við starf ABC barnahjálpar í Afríku og Asíu. Með ykkar hjálp og annarra velunnara styður ABC þúsundir barna til náms. Nemendur fara bráðlega í jólafrí og fá þá stuðningsaðilar kort frá þeim. Við viljum benda á að velkomið er að senda börnunum jólakort og […]
Jólakortin á leið til stuðningsaðila
Nú eru jólakort frá börnunum farin í póst til stuðningsaðila. Í ár eins og áður fer mikill undirbúningur í að senda og voru starfsmenn og sjálfboðaliðar í jólaskapi við þann undirbúning. En í ár var pökkunin með öðruvísi sniði en áður þar sem starfsfólk Össurar kom til okkar að hjálpa. Össur heldur úti starfsemi sem […]
Covid19 hefur mikil áhrif á skólana okkar í Afríku og Asíu
Við fylgjumst náið með hvernig staðan er og að skólastjórnendur fylgi fyrirmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO og yfirvalda í hverju landi. Við segjum stolt frá því að allir nemendur og starfsfólk allra skólanna okkar hafa fengið kennslu og fyrirmæli varðandi handþvott með vatni og sápu og þrifum á umhverfi sínu. Ekkert staðfest smit né grunur um smit […]
Daglegt líf í Rasta skólanum í Pakistan
Á dögunum fengum við þessar myndir af daglega lífinu í Rasta skólanum í Pakistan. Kennarar fóru á námskeið sem haldið var af Mr. Abdur Rehamn og fjallaði um skipulagningu kennslu, nemendur í 10. bekk eru að undirbúa sig fyrir próf, fengu nemendur nýja skólabúninga, skó og skólatöskur. Kíkt var inn í kennslustund, á leikvöllinn og […]
Börn hjálpa börnum
Á vormánuðum héldum við hina árlegu söfnun Börn hjálpa börnum. Hún fer þannig fram að börn, oftast í 5. bekk, í hinum ýmsu grunnskólum landsins ganga um sitt hverfi með bauka og bjóða fólki að styrkja starfið. Í ár tóku 56 skólar þátt, og 1.653 nemendur. Þessir krakkar stóðu sig alveg frábærlega og erum við […]