fbpx

Áfram í átt að sjálfbærni

Fyrir skömmu lauk verkefni á vegum ABC í Kasangati og Kitetika í Úganda. Verkefnið laut að því að efla og hvetja mæður og ungar konur til að mennta sig og skapa verðmæti með höndunum, bæði til að auka tekjur fjölskyldunnar og styðja börnin í skólagöngunni. Markmiðin voru nokkur og ber þar helst að nefna að […]

Bylting að fá gleraugu!

Forsenda þess að geta lesið er að hafa góða sjón. Þess vegna eru öll börnin sjónprófuð í skólunum okkar á Filippseyjum sem ABC rekur í samstarfi við Children´s Mission. Þann 19. júlí sl. nutum við aðstoðar sjónglerafræðingsins Teresitu Rigo Angeles sem mældi sjón barnanna. Það var algjör bylting fyrir mörg barnanna að fá gleraugu og […]

Blómlegt skólastarf í Bangladess

Á hverju ári fjölgar börnunum á Heimili friðar í Bangladess. Þar rekur ABC skóla og heimavist í samstarfi við Agape Social Concern og hér má lesa um hvernig hefur gengið þar á fyrrihluta þessa árs. Fjölgun barnanna er sannkallað gleðiefni um leið og það er viss áskorun fyrir starfsfólk Heimilis friðar. Það er gleðiefni því […]

33.000 barnahjónabönd á dag

Eins og staðan er í dag er ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum í hjónabandi í Vestur- og Mið-Afríku. Árlega ganga tólf milljónir stúlkna yngri en 18 ára í hjónaband. Það eru tæplega 33.000 stúlkur á dag eða um 23 stúlkur á hverri mínútu alla daga ársins. Standi tíðni barnahjónabanda í stað munu rúmlega 150 milljónir […]

Bingó og málverkauppboð til styrktar ABC barnahjálp

Fimm manna nefnd í Fríkirkjunni Vegurinn tók sig til um páskana og hélt bingó og málverkauppboð til styrktar ABC barnahjálp. Sjö listamenn gáfu málverk á uppboðið og fjöldi fyrirtækja gaf vinninga í bingóið. Var húsfyllir á bingókvöldinu í húsakynnum Vegarins í Kópavogi. Ágóði af vöfflu- og kaffisölu Vegarins rann líka beint til starfsins og gaf […]

Alþjóðlegur dagur gegn barnaþrælkun

Í dag, 12. júní er alþjóðlegur dagur gegn barnaþrælkun (www.ilo.org) Það er því vel við hæfi að beina sjónum að þeim milljónum barna sem vinna langa vinnudaga við skelfilegar aðstæður. ABC barnahjálp starfar m.a. í Bangladess og Pakistan er þar er barnaþrælkun því miður afar algeng. Í fátækustu löndum heims er eitt af hverjum fjórum […]

Börn hjálpa börnum 2018

Árlega söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í Vatnsendaskóla í Kópavogi þann 28. febrúar. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, setti söfnunina formlega af stað. Söfnunin er haldin í 21. sinn og stendur yfir dagana 28. febrúar til 19. mars. Frá upphafi hafa nemendur grunnskóla landsins safnað um 130 milljónum króna til styrktar fátækum börnum […]

Börn hjálpa börnum

Nú fer að líða að árlega söfnunarverkefninu okkar Börn hjálpa börnum og er þá gaman að líta til baka og rifja upp í hvað peningarnir fóru sem söfnuðust á síðasta ári – en þá var söfnin haldin í 20. skipti. Þeir fjármunir sem safnast saman ár hvert skipta gríðarlega miklu máli fyrir þá sem þiggja […]

Áramótakveðja

Við hjá ABC barnahjálp viljum nýta tækifærið nú í lok árs til að þakka kærlega fyrir ykkar stuðning. Þegar horft er til baka fyllumst við þakklæti og sjáum þann kærleika sem íslendingar hafa gefið af sér til að hjálpa börnum í neyð. Við þökkum fyrir árið sem er að líða og förum með tilhlökkun inn […]

Afhending jólagjafa á Filippseyjum

Hér má sjá börn í ABC skóla á Filippseyjum fá afhentar jólagjafir frá stuðningsaðilum okkar. Voru þau afskaplega þakklát og glöð eins og sjá má á þessum myndum sem við fengum af þeim. Við hjá ABC viljum þakka stuðningsaðilum okkar kærlega fyrir örlæti sitt nú þegar jólahátíðin gengur í garð.